Lewandowski fyrstur til að skora þrennu fyrir þrjú félög í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 07:30 Robert Lewandowski elskar að skora mörk. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Robert Lewandowski er heldur betur að njóta lífsins í Katalóníu um þessar mundir en Barcelona festi kaup á þessum magnaðamarkahrók fyrr í sumar. Hann hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu með því að hlaða í þrennu í 5-1 sigri Börsunga. Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira