„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 08:31 Erlingur Agnarsson skoraði tvö marka Víkinga í undanúrslitasigrinum á miðvikudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu. Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Sjá meira
Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Sjá meira