Mjólkurbikar karla

Mjólkurbikar karla

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla í fótbolta.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Næstu bikar­meistarar stór­græða á árangri Víkings

Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það hlaut að koma að því“

Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég bað um að taka fimmta vítið“

Víkingur Reykjavík tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, tók síðasta vítið og skaut sínu liði áfram.

Sport
Fréttamynd

Hall­grímur: Við hefðum getað skorað sjö mörk

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var kátur í leikslok í kvöld eftir að hafa slegið stórlið Valsmanna út úr bikarnum og komist þar með í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir KA-menn en Hallgrímur er búinn að koma sínum mönnum á beinu brautina.

Íslenski boltinn