„Þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 11:01 Kristín Dís Árnadóttir er snúin aftur til uppeldisfélagsins Breiðabliks og stefnir á bikartitilinn sem hún hampaði þegar hún var þar síðast. Kristín Dís Árnadóttir er nýsnúin aftur til sinna heimahaga í Kópavogi og verður í liði Breiðabliks gegn Val í kvöld. Hún settist niður með móður sinni og sérfræðingum Stöðvar 2 Sports og hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn. Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti