„Það hlaut að koma að því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2024 19:00 Arnar Gunnlaugsson sást oft fórna höndum á meðan leik stóð. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér. „Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti