Uppgjör og viðtöl: KA - Valur 3-2 | KA sló út Val og komst í bikarúrslitin annað árið í röð Dagur Lárusson skrifar 2. júlí 2024 20:02 Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði fyrsta mark KA í leiknum. vísir / vilhelm KA-menn hafa aldrei unnið bikarinn en þeir spila sinn fimmta bikarúrslitaleik í haust eftir 3-2 sigur á stjörnuprýddu liði Valsmanna á Akueyri í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur í lið Vals en það dugði ekki til að koma liðinu á Laugardalsvöllinn. Fyrsta mark leiksins kom strax á 6. mínútu en þá var Guðmundur Andri með boltann inn á miðjunni hjá Val og lenti í vandræðum sem enduðu með því að Daníel Hafsteinsson vann boltann af honum, átti skot að marki sem Frederik Schram varði. Þá barst boltinn fyrir fætur Hallgríms Mar sem tók við honum og kom honum í netið. Staðan orðin 1-0. Valsmenn áttu fleiri og fleiri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og náðu þeir að jafna metin rétt fyrir hálfleik. Á 39. mínútu fékk Gylfi Þór boltann rétt hjá hornfánanum hægra megin og átti fasta sendingu inn á teig á nærsvæðið þar sem Patrick Pedersen lúrði og potaði boltanum í netið. Staðan orðin 1-1. Allt stefndi í að staðan yrði jöfn í hálfleik en KA-menn voru hins vegar ekki á þeim buxunum. Daníel Hafsteinsson tók hornspyrnu á 44. mínútu og endaði boltinn hjá Ívari Erni Árnasyni sem skallaði á fjærsvæðið þar sem Jakob Snær Árnason var í baráttunni við Birki Má og virtist boltinn fara af öðrum hvorum þeirra og í netið. KA því komið aftur með forystuna, 2-1 og þannig var staðan í hálfleik. Valsmenn voru meira og minna með boltann í byrjun seinni hálfleiks og allt leit út fyrir það að jöfnunarmarkið væri skammt undan. Það var þó ekki raunin því KA skoraði aftur. Á 62. mínútu fékk Daníel Hafsteinsson boltann rétt fyrir utan teig frá Hallgrími Mar, lagði hann fyrir sig og þrumaði í netið með vinstri fætinum. Staðan orðin 3-1. Valsmenn voru þó ekki lengi að minnka muninn eftir þetta en það gerðist á 65. mínútu. Birkir Már Sævarsson fékk þá boltann inn á teig eftir fyrirgjöf frá Sigurður Agli og þrumaði boltanum í netið. Eftir þetta mark var mikið um færi en þau allra bestu komu þó hjá KA en fleiri urðu þó mörkin ekki og lokatölur því 3-2 og KA því komið í úrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð. Atvik leiksins Atvik leiksins var klárlega þegar Daníel Hafsteinsson skoraði þriðja mark leiksins, í raun alveg gegn gangi leiksins. Með því marki var Daníel Hafsteinsson að kóróna frábæran leik sinn. Stjörnurnar og skúrkarnir Bestu leikmenn KA voru klárlega Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar. Daníel átti þátt í öllum mörkum KA og Hallgrímur átti þátt í tveimur. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurunum og það er alltaf jákvætt. Stemningin og umgjörð Stemningin var áþreifanleg fyrir norðan. Stuðningsmenn KA augljóslega mjög hungraðir að komast aftur í úrslitaleikinn og ná í bikarinn sem félagið hefur aldrei unnið. Síðan er N1 mótið að hefjast á morgun þannig það var mjög góð stemning í loftinu. Hallgrímur Jónasson: Núna eru menn vaknaðir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel „Við skoruðum þrjú mörk en við hefðum getað skorað svona sjö,“ byrjaði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að segja eftir leik. „Þetta var bara æðislegt en þetta þróaðist líka mjög mikið eins og hentaði okkur. Við komumst yfir og við erum með yfirhöndina. Þeir fara upp með marga og þá var alltaf mikið pláss til þess að sækja á þá og skapa mikla hættu,“ hélt Hallgrímur áfram að segja. „Hugarfarið var mjög gott og við vitum hversu góðir við erum á okkar degi. Okkur hlakkar agalega mikið til að fara aftur með okkar fólk hérna á Laugardalsvöll og fá annan séns á að vinna bikarinn sem við höfum aldrei unnið áður og annar séns á að fara aftur í Evrópu.“ „Það eru bara virkilega mikið gæði í þessu liði. Okkar vandamál í byrjun móts var í rauninni það að við vorum kannski svolítið þunnir eftir árangur síðustu ára en núna eru menn bara vaknaðir,“ endaði Hallgrímur á að segja. Birkir Már Sævarsson: Minn síðasti séns sem byrjunarliðsmaður Birkir Már Sævarsson.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mjög svekkjandi. Okkur langaði mjög mikið að komast í þennan úrslitaleik og sérstaklega mér þar sem þetta er að öllum líkindum minn síðasti séns sem byrjunarliðsmaður og þess vegna líður mér ótrúlega illa bara,“ byrjaði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, að segja eftir leik. Birkir Már fór aðeins yfir mörkin sem liðið fékk á sig. „Ég í raun veit ekki hvað gerist. Þetta eru bara ódýr mörk sem við fáum á okkur virðist vera og mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Þeir komu okkur ekkert á óvart því við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur þó svo að þeir séu búnir að eiga erfitt upp á síðkastið. Mér finnst við vera með betra lið og við eigum að geta gert betur en þetta.“ Birkir talaði aðeins um færin sem fóru forgörðum. „Jú við fengum alveg góð færi og ég átti auðvitað að skora þarna rétt eftir markið mitt en ég klikkaði á því. En síðan undir lokin þegar við erum að reyna að ná inn marki þá vorum við ekki að ná að skapa nógu mörg færi,“ endaði Birkir Már Sævarsson að segja eftir leik. Mjólkurbikar karla KA Valur
KA-menn hafa aldrei unnið bikarinn en þeir spila sinn fimmta bikarúrslitaleik í haust eftir 3-2 sigur á stjörnuprýddu liði Valsmanna á Akueyri í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur í lið Vals en það dugði ekki til að koma liðinu á Laugardalsvöllinn. Fyrsta mark leiksins kom strax á 6. mínútu en þá var Guðmundur Andri með boltann inn á miðjunni hjá Val og lenti í vandræðum sem enduðu með því að Daníel Hafsteinsson vann boltann af honum, átti skot að marki sem Frederik Schram varði. Þá barst boltinn fyrir fætur Hallgríms Mar sem tók við honum og kom honum í netið. Staðan orðin 1-0. Valsmenn áttu fleiri og fleiri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og náðu þeir að jafna metin rétt fyrir hálfleik. Á 39. mínútu fékk Gylfi Þór boltann rétt hjá hornfánanum hægra megin og átti fasta sendingu inn á teig á nærsvæðið þar sem Patrick Pedersen lúrði og potaði boltanum í netið. Staðan orðin 1-1. Allt stefndi í að staðan yrði jöfn í hálfleik en KA-menn voru hins vegar ekki á þeim buxunum. Daníel Hafsteinsson tók hornspyrnu á 44. mínútu og endaði boltinn hjá Ívari Erni Árnasyni sem skallaði á fjærsvæðið þar sem Jakob Snær Árnason var í baráttunni við Birki Má og virtist boltinn fara af öðrum hvorum þeirra og í netið. KA því komið aftur með forystuna, 2-1 og þannig var staðan í hálfleik. Valsmenn voru meira og minna með boltann í byrjun seinni hálfleiks og allt leit út fyrir það að jöfnunarmarkið væri skammt undan. Það var þó ekki raunin því KA skoraði aftur. Á 62. mínútu fékk Daníel Hafsteinsson boltann rétt fyrir utan teig frá Hallgrími Mar, lagði hann fyrir sig og þrumaði í netið með vinstri fætinum. Staðan orðin 3-1. Valsmenn voru þó ekki lengi að minnka muninn eftir þetta en það gerðist á 65. mínútu. Birkir Már Sævarsson fékk þá boltann inn á teig eftir fyrirgjöf frá Sigurður Agli og þrumaði boltanum í netið. Eftir þetta mark var mikið um færi en þau allra bestu komu þó hjá KA en fleiri urðu þó mörkin ekki og lokatölur því 3-2 og KA því komið í úrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð. Atvik leiksins Atvik leiksins var klárlega þegar Daníel Hafsteinsson skoraði þriðja mark leiksins, í raun alveg gegn gangi leiksins. Með því marki var Daníel Hafsteinsson að kóróna frábæran leik sinn. Stjörnurnar og skúrkarnir Bestu leikmenn KA voru klárlega Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar. Daníel átti þátt í öllum mörkum KA og Hallgrímur átti þátt í tveimur. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurunum og það er alltaf jákvætt. Stemningin og umgjörð Stemningin var áþreifanleg fyrir norðan. Stuðningsmenn KA augljóslega mjög hungraðir að komast aftur í úrslitaleikinn og ná í bikarinn sem félagið hefur aldrei unnið. Síðan er N1 mótið að hefjast á morgun þannig það var mjög góð stemning í loftinu. Hallgrímur Jónasson: Núna eru menn vaknaðir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel „Við skoruðum þrjú mörk en við hefðum getað skorað svona sjö,“ byrjaði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að segja eftir leik. „Þetta var bara æðislegt en þetta þróaðist líka mjög mikið eins og hentaði okkur. Við komumst yfir og við erum með yfirhöndina. Þeir fara upp með marga og þá var alltaf mikið pláss til þess að sækja á þá og skapa mikla hættu,“ hélt Hallgrímur áfram að segja. „Hugarfarið var mjög gott og við vitum hversu góðir við erum á okkar degi. Okkur hlakkar agalega mikið til að fara aftur með okkar fólk hérna á Laugardalsvöll og fá annan séns á að vinna bikarinn sem við höfum aldrei unnið áður og annar séns á að fara aftur í Evrópu.“ „Það eru bara virkilega mikið gæði í þessu liði. Okkar vandamál í byrjun móts var í rauninni það að við vorum kannski svolítið þunnir eftir árangur síðustu ára en núna eru menn bara vaknaðir,“ endaði Hallgrímur á að segja. Birkir Már Sævarsson: Minn síðasti séns sem byrjunarliðsmaður Birkir Már Sævarsson.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mjög svekkjandi. Okkur langaði mjög mikið að komast í þennan úrslitaleik og sérstaklega mér þar sem þetta er að öllum líkindum minn síðasti séns sem byrjunarliðsmaður og þess vegna líður mér ótrúlega illa bara,“ byrjaði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, að segja eftir leik. Birkir Már fór aðeins yfir mörkin sem liðið fékk á sig. „Ég í raun veit ekki hvað gerist. Þetta eru bara ódýr mörk sem við fáum á okkur virðist vera og mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Þeir komu okkur ekkert á óvart því við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur þó svo að þeir séu búnir að eiga erfitt upp á síðkastið. Mér finnst við vera með betra lið og við eigum að geta gert betur en þetta.“ Birkir talaði aðeins um færin sem fóru forgörðum. „Jú við fengum alveg góð færi og ég átti auðvitað að skora þarna rétt eftir markið mitt en ég klikkaði á því. En síðan undir lokin þegar við erum að reyna að ná inn marki þá vorum við ekki að ná að skapa nógu mörg færi,“ endaði Birkir Már Sævarsson að segja eftir leik.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti