Fótbolti

Ísland stendur í stað á heimslistanum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Íslenska landsliðið er sem fyrr í 63. sæti.
Íslenska landsliðið er sem fyrr í 63. sæti. Vísir/Diego

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er sem fyrr í 63. sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þar var liðið einnig á síðasta lista.

Ísland hefur ekki spilað landsleik frá því að síðasti listi var gefinn út þann 23. júní og fáar tilfærslur eru á listanum þar sem fáir landsleikir hafa verið leiknir í sumar.

Ísland stendur í stað í 63. sæti listans og er á milli Jamaíku, sem er í 62. sæti, og Norður-Makedóníu sem er í því 64.

Danmörk er efst Norðurlandanna á listanum í 10. sæti, Svíþjóð kemur næst í því tuttugasta, Noregur er í 36. sæti, Finnland í 59. sæti og þá eru Færeyjar í 125. sæti.

Brasilía er efst á listanum og Belgía í öðru sæti. Argentína er í þriðja og Frakkland í fjórða. Efstu 15 liðin, auk þeirra liða sem eru í kringum Ísland má sjá að neðan.

  1. Brasilía
  2. Belgía
  3. Argentína
  4. Frakkland
  5. England
  6. Spánn
  7. Ítalía
  8. Holland
  9. Portúgal
  10. Danmörk
  11. Þýskaland
  12. Mexíkó
  13. Úrúgvæ
  14. Bandaríkin
  15. Króatía
  • 58. Norður-Írland
  • 59. Finnland
  • 60. Gana
  • 61. Panama
  • 62. Jamaíka
  • 63. ÍSLAND
  • 64. Norður-Makedónía
  • 65. Slóvenía
  • 66. Albanía
  • 67. Svartfjallaland
  • 68. Suður-Afríka
  • 69. Sameinuðu arabísku furstadæmin
  • 70. Írak



Fleiri fréttir

Sjá meira


×