Ekið á ungan dreng við gangbraut á leið í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 11:16 Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður í Grindavík. Vísir/Egill Ungur drengur í Grindavík hlaut opið beinbrot á fæti þegar ekið var á hann þar sem hjólaði á leið í skólann í gærmorgun. Lögreglumaður minnir ökumenn á að hafa augun á veginum nú þegar börn um allt land streymi í skólana. Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira