„Eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:29 Í ritgerðinni sögðu andsliðsmenn menninguna í landsliðinu á skjön við jákvæðari menningu í sínum félagsliðum. Óljóst er hvort það á enn við í mikið breyttu landsliði dagsins í dag. Getty/Ahmad Mora Íslenskir knattspyrnumenn segja svokallaða „klefamenningu“ geta verið bæði neikvæða og jákvæða. Öllu máli skipti hverjir leiðtogar liðanna séu upp á það hvernig hún sé en svo virðist sem að klefamenningin hafi gjörbreyst á jákvæðan hátt á síðustu áratugum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira