Fótbolti

Viðar skoraði í Íslendingaslag í fyrsta leik tímabilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson reimaði á sig markaskóna í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson reimaði á sig markaskóna í kvöld. Twitter/@Atromitos1923

Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson mættust er Atromitos tók á móti OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Örn skoraði þriðja mark Atromitos sem hafði betur í leiknum, 3-1.

Viðar og Guðmundur hófu báðir leik á varamannabekkjum liðanna, en Viðar kom inn á eftir um klukkutíma leik og Guðmundur rúmum tíu mínútum síðar.

Það voru gestirnir í OFI Crete sem tóku forystuna með marki á 34. mínútu áður en heimamenn jöfnuðu metin fimm mínútum síðar og komust yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks, en það var Viðar Örn sem gerði út um leikinn með marki þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Viðar og félagar eru því með þrjú stig eftir fyrstu umferð deildarinnar, en Guðmundur og félagar hans þurfa enn að bíða eftir sínum fyrstu stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×