Fótbolti

Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum

Atli Arason skrifar
Adriano Galliani er ekki þekktur fyrir að vera sá hressasti.
Adriano Galliani er ekki þekktur fyrir að vera sá hressasti. Nordic Photos/Getty Images

Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

Samkvæmt Galliani er of mikill munur fjárhagslega á milli enskra liða og restinni af Evrópu. „Ofurdeild Evrópu gæti verið lausnin en það yrði þá að vera án enskra félaga. Við þyrftum að fá einhverskonar Brexit í evrópskan fótbolta,“ sagði Galliani við ítalska blaðið Tuttosport

Ensku liðin voru þau fyrstu til að draga sig úr fyrirhugaðir stofnun Ofurdeildar Evrópu á sínum tíma eftir að stuðningsmenn ensku liðanna mótmæltu harðlega þátttöku liðanna í nýju keppninni.

Galliani nefnir máli sínu til stuðnings áhugaverðan samanburð á sjónvarpsréttarsamning hjá nýliðum í ensku úrvalsdeildinni og nýliðum í Seríu A á Ítalíu, þar sem enska félagið fær fjórfalt hærri tekjur.

„Monza fær 33 milljónir evra úr sjónvarpsréttarsamning á meðan nýliðar í Englandi fá 160 milljónir evra. Hvernig eigum við að geta keppt við Nottingham Forest. Hvernig getum við stöðvað þessa þróun í heimshagkerfinu,“ spyr Galliani




Fleiri fréttir

Sjá meira


×