„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 13:30 Sævar Pétursson á góðri stundu. Vísir/Tryggvi KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira