Innlent

Sum börn séu betur til þess fallin að ganga að gosinu en full­orðið fólk

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Eldgos í Meradölum.
Eldgos í Meradölum. Vísir/Vilhelm

Í dag bárust fregnir af því að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði tekið þá ákvörðun að börn undir tólf ára aldri væru ekki velkomin að eldgosinu í Meradölum. Mikið ósætti virðist ríkja meðal fólks vegna ákvörðunarinnar en lögreglustjórinn, Úlfar Lúðvíksson segir að verið sé að „tryggja hagsmuni barna“ með þessari ákvörðun.

Margir hafa lýst yfir óánægju sinni vegna ákvörðunarinnar á Twitter og spyr fólk sig hvaðan ákvörðunin um tólf ára aldurinn kemur og á hverju hún sé byggð. 

Sævar Helgi Bragason stjörnufræðiáhugamaður, oftar kallaður Stjörnu-Sævar deilir skoðun sinni á málinu. 

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir bönn og forræðishyggju nánast aldrei skila árangri og segist vilja vita á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin sé byggð. 

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata spyr hvort gossvæðið sé þá ekki hættulegt fyrir alla aldurshópa fyrst það telst of hættulegt fyrir 12 ára og yngri. 

Sumir benda á að einhver börn séu ef til vill í betra formi og betur í stakk búin til þess að ganga að gosstöðvum heldur en fullorðið fólk. 


Tengdar fréttir

Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gos­stöðvum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára.

Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×