Eggert Aron: „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna“ Árni Jóhansson skrifar 7. ágúst 2022 21:35 Eggert Aron var stórkostlegur í dag. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Stjarnan vann Breiðablik 5-2 í 16. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Kappinn skoraði tvö mörk og var duglegur í að hjálpa til í varnarleiknum og átti gott samspil við félaga sína. Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15