Túristagos ekki endilega jákvætt Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. ágúst 2022 14:15 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi fundið lítið fyrir jarðskjálftum helgarinnar séu einhverjir skelkaðir. „Það er mjög misjafnt en við erum ýmsu vön orðin, það gekk mjög vel hjá okkur á sínum tíma að vinna úr þessu að mestu leiti. Upptök eldgossins voru á mjög heppilegum stað og hraunið rann við bestu aðstæður ef svo má segja. Þannig ég held að fólk sé tiltölulega æðrulaust en auðvitað er það óþægilegt þegar þessi skjálftar ríða svona yfir þrátt fyrir að þeir séu kallaðir gikkskjálftar sem ekki eiga að vera valdandi að því að það komi upp kvika, þá er þetta hins vegar mjög óþægilegt og ýmsum líður mjög illa með þetta en öðrum er nokkurn veginn sama,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hægt er að kalla gosið í Geldingadölum „túristagos“ þar sem engar verulegar skemmdir urðu vegna gossins og gátu ferðamenn gengið að gosinu til að berja það augum. Fannar segist samt ekki vera spenntur fyrir túristagosi enda fylgi gosum alltaf sama hvað ákveðin leiðindi. „Þetta er ekkert grín þegar það gýs svona nálægt okkur. Það er líka gasmyndun og ýmislegt annað sem getur skemmt innviði. Ef þetta kemur upp á annað borð eins rólegt og milt og það var síðast, þá hefur það líka efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið, Grindavík og Reykjanesið. Þetta er ekki alveg vont en við vildum gjarnan vera laus við allt þetta,“ segir Fannar. Hann segir þó viðbragðsaðila vera vel undirbúna í allt en nýlega voru viðbragðs- og rýmingaráætlanir uppfærðar. „Björgunarsveitir og lögreglan, þessir viðbragðsaðilar sem við treystum á, þeir eru líka tilbúnir og við erum reynslunni ríkari. Það veit enginn hvar kann að gjósa en við vonumst til þess að það verði ákveðinn aðdragandi að því, fyrirvari. Vísindasamfélagið er að vakta þetta mjög vel, á Veðurstofunni er stöðug vakt alla daga. Við eigum að vera eins vel upplýst um þetta og hægt er og við fylgjumst vel með, bara eftir því eins og við mögulega getum, allir sem eru í almannavarnateyminu,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi fundið lítið fyrir jarðskjálftum helgarinnar séu einhverjir skelkaðir. „Það er mjög misjafnt en við erum ýmsu vön orðin, það gekk mjög vel hjá okkur á sínum tíma að vinna úr þessu að mestu leiti. Upptök eldgossins voru á mjög heppilegum stað og hraunið rann við bestu aðstæður ef svo má segja. Þannig ég held að fólk sé tiltölulega æðrulaust en auðvitað er það óþægilegt þegar þessi skjálftar ríða svona yfir þrátt fyrir að þeir séu kallaðir gikkskjálftar sem ekki eiga að vera valdandi að því að það komi upp kvika, þá er þetta hins vegar mjög óþægilegt og ýmsum líður mjög illa með þetta en öðrum er nokkurn veginn sama,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hægt er að kalla gosið í Geldingadölum „túristagos“ þar sem engar verulegar skemmdir urðu vegna gossins og gátu ferðamenn gengið að gosinu til að berja það augum. Fannar segist samt ekki vera spenntur fyrir túristagosi enda fylgi gosum alltaf sama hvað ákveðin leiðindi. „Þetta er ekkert grín þegar það gýs svona nálægt okkur. Það er líka gasmyndun og ýmislegt annað sem getur skemmt innviði. Ef þetta kemur upp á annað borð eins rólegt og milt og það var síðast, þá hefur það líka efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið, Grindavík og Reykjanesið. Þetta er ekki alveg vont en við vildum gjarnan vera laus við allt þetta,“ segir Fannar. Hann segir þó viðbragðsaðila vera vel undirbúna í allt en nýlega voru viðbragðs- og rýmingaráætlanir uppfærðar. „Björgunarsveitir og lögreglan, þessir viðbragðsaðilar sem við treystum á, þeir eru líka tilbúnir og við erum reynslunni ríkari. Það veit enginn hvar kann að gjósa en við vonumst til þess að það verði ákveðinn aðdragandi að því, fyrirvari. Vísindasamfélagið er að vakta þetta mjög vel, á Veðurstofunni er stöðug vakt alla daga. Við eigum að vera eins vel upplýst um þetta og hægt er og við fylgjumst vel með, bara eftir því eins og við mögulega getum, allir sem eru í almannavarnateyminu,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Tilkynningar um tjón í Grindavík Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist. 31. júlí 2022 20:04
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. 2. ágúst 2022 11:23
Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04