Fótbolti

Atromitos staðfestir komu Viðars

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson er mættur til Grikklands.
Viðar Örn Kjartansson er mættur til Grikklands. Atromitos FC

Gríska úrvalsdeildarfélagið Atromitos FC staðfesti fyrr í dag komu framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar til félagsins, en Selfyssingurinn hafði verið án félags í tæpan mánuð frá því að hann yfirgaf Vålerenga í Noregi.

Fyrr í dag var greint frá því hér á Vísi að Viðar væri að öllum líkindum á leið til gríska félagsins. Nú hefur það verið staðfest á samfélagsmiðlum Atromitos, en Viðar skrifar undir tveggja ára samning.

Hjá Atromitos mun Viðar leika und­ir stjórn Walesverj­ans Chris Co­lem­an sem hef­ur áður stýrt velska landsliðinu og Sund­erland.

Á atvinnumannaferli sínum hefur Viðar komið víða við, en Grikkland verður sjöunda landið fyrir utan Ísland þar sem framherjinn mun leika. Áður hafði hann leikið fyrir Vålerenga í Noregi, Jiangsu Sainty í Kína, Malmö og Hammarby í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov og Rubin Kazan í Rússlandi og Yeni Malatyaspor í Tyrklandi. Þá á Viðar að baki 32 leiki fyrir íslenska landsliðið þar sem hann hefur skorað fjögur mörk.


Tengdar fréttir

Viðar Örn sagður á leið til Grikklands

Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er sagður á leið til Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið án félags í tæpan mánuð frá því að hann yfirgaf Vålerenga í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×