Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2022 15:40 Mannvitsbrekkur í brekkunni virtust hafa það útsetta markmið að lenda í veseni og tókst það er þeir réðust að tökumanni Rúv. Atvikið náðist auðvitað allt á mynband. skjáskot/RÚV Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu. Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira