Viðar Örn sagður á leið til Grikklands Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:15 Viðar Örn yfirgaf Vålerenga snemma í júlí. nettavisen Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er sagður á leið til Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið án félags í tæpan mánuð frá því að hann yfirgaf Vålerenga í Noregi. Viðar Örn samdi við Vålerenga árið 2020 en var þá að ganga til liðs við félagið í annað skipti á ferlinum. Samningur hans var fram á næsta ár en komist var að samkomulagi um slit þess samnings þann 8. júlí síðastliðinn. Viðar Örn hefur leitað að nýju félagi síðan en greint er frá því á Twitter-síðu hlaðvarpsins Dr. Football, sem er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar, að sú leit sé nú á enda. Hann sé á leið til Atromitos í Grikklandi. Þjálfari Atromitos er Walesverjinn Chris Coleman sem tók við liðinu í sumar. Hann stýrði meðal annars Fulham í ensku úrvalsdeildinni frá 2003 til 2007 og Wales í undanúrslit á EM 2016. Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Chris Coleman. Við ræðum í kvöld í helgaruppgjöri Dr. Football.— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 1, 2022 Viðar Örn verður þá annar Íslendingurinn til að leita til Grikklands í sumar en Hörður Björgvin Magnússon gekk í raðir Panathinaikos eftir að hann fékk samningi sínum við CSKA Moskvu rift vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Gangi skipti Viðars Arnar eftir verður Grikkland sjöunda erlenda landið sem hann spilar í. Hann hefur leikið fyrir Vålerenga í Noregi, Jiangsu Sainty í Kína, Malmö og Hammarby í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov og Rubin Kazan í Rússlandi og Yeni Malatyaspor í Tyrklandi. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 33 deildarleikjum á seinni tíma sínum með Vålerenga en hann er 32 ára gamall. Norski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Viðar Örn samdi við Vålerenga árið 2020 en var þá að ganga til liðs við félagið í annað skipti á ferlinum. Samningur hans var fram á næsta ár en komist var að samkomulagi um slit þess samnings þann 8. júlí síðastliðinn. Viðar Örn hefur leitað að nýju félagi síðan en greint er frá því á Twitter-síðu hlaðvarpsins Dr. Football, sem er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar, að sú leit sé nú á enda. Hann sé á leið til Atromitos í Grikklandi. Þjálfari Atromitos er Walesverjinn Chris Coleman sem tók við liðinu í sumar. Hann stýrði meðal annars Fulham í ensku úrvalsdeildinni frá 2003 til 2007 og Wales í undanúrslit á EM 2016. Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Chris Coleman. Við ræðum í kvöld í helgaruppgjöri Dr. Football.— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 1, 2022 Viðar Örn verður þá annar Íslendingurinn til að leita til Grikklands í sumar en Hörður Björgvin Magnússon gekk í raðir Panathinaikos eftir að hann fékk samningi sínum við CSKA Moskvu rift vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Gangi skipti Viðars Arnar eftir verður Grikkland sjöunda erlenda landið sem hann spilar í. Hann hefur leikið fyrir Vålerenga í Noregi, Jiangsu Sainty í Kína, Malmö og Hammarby í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov og Rubin Kazan í Rússlandi og Yeni Malatyaspor í Tyrklandi. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 33 deildarleikjum á seinni tíma sínum með Vålerenga en hann er 32 ára gamall.
Norski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira