Innlent

„Afar reiður“ maður á bíla­leigu Brim­­­­borgar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögreglumönnum tókst að leysa málið á staðnum en taka þurfti manninn tökum og færa hann út úr húsnæði Brimborgar.
Lögreglumönnum tókst að leysa málið á staðnum en taka þurfti manninn tökum og færa hann út úr húsnæði Brimborgar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan hafði afskipti af „afar reiðum“ manni sem lét ófriðlega á bílaleigu Brimborgar á Akureyri í gær. Drykklanga stund tók að róa manninn niður en að lokum var hann tekinn fastur og fluttur á brott.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem segir málið hafa verið leyst á „fagmannlegan hátt án eftirmála.“

Þá kemur einnig fram í færslunni að slagsmál hafi brotist út á Ráðhústorgi við veitingastaðinn Vamos. Átökin færðust inn á veitingastaðinn þar sem ráðist var á dyravörð staðarins. Málið er í rannsókn.

Lögreglan segir að heilt yfir hafi menn skemmt sér „prúðmannlega“ þó að ölvun hafi verið allnokkur: „Í dag eru ýmsir viðburðir á dagskrá hér um slóðir og vonum við að allt gangi sem best og allir komist heilir heim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×