Fótbolti

Eyjakonur fá bandarískan sóknarmann frá Frakklandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Madison Wolfbauer mun leika með ÍBV það sem eftir lifir tímabils.
Madison Wolfbauer mun leika með ÍBV það sem eftir lifir tímabils. bsgufalcons

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna.

Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV, en Wolfbauer lék í næst efstu deild í Frakklandi fyrr á árinu. Þar á undan lék hún með knattspyrnuliði Bowling Green háskólans í Bandaríkjunum, en þar var hún valin sóknarmaður ársins í Mið-Ameríkudeildinni.

Wolfbauer er 22 ára sóknarmaður sem kemur til með að styrkja sóknarlínu Eyjakvenna. ÍBV situr í fjórða sæti Bestu-deildarinnar með 17 stig eftir tíu leiki.

ÍBV fékk annan sóknarmann, Sydney Carr, til Vestmannaeyja fyrir tímabilið, en hún meiddist í sínum fyrsta leik og náði aðeins að spila um sex mínútur fyrir félagið.

Þá hefur ÍBV einnig fengið landsliðsmarkvörðinn Auði Scheving Sveinbjörnsdóttur á láni frá Val út keppnistímabilið. 

Auður var á láni hjá Aftueldingu fyrri hluta leiktíðarinnar en fyllir nú skarð Guðnýjar Geirsdóttur sem er meidd. Auður þekkir vel til í Vestmannaeyjum en hún lék þar síðustu tvo tímabil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×