„Markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:00 Tryggvi Þórisson stefnir á að spila í þýsku úrvalsdeildinni á komandi árum. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson var í gær kynntur sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna Sävehof. Þessi tvítugi línumaður hefur seinustu ár verið lykilmaður í liði Selfyssinga í Olís-deild karla, en hann segist setja stefnuna á þýsku úrvalsdeildina á komandi árum. „Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum. Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
„Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum.
Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira