Fótbolti

Fyrir­liðanum fannst Ís­land ekki eiga skilið að falla úr leik eftir frammi­stöðu kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn í leik kvöldsins.
Landsliðsfyrirliðinn í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm

„Jákvæða er að við erum taplausar en það neikvæða er að við komumst ekki upp úr riðlinum,“ sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta.

Jafntefli kvöldsins, og 1-0 sigur Belgíu á Ítalíu, þýðir að Ísland er úr leik þrátt fyrir að tapa ekki leik.

„Þetta var svekkjandi, fannst – sérstaklega eftir frammistöðu dagsins í dag- að við ættum það ekki skilið (að falla úr leik).“

„Ég var í sjokki. Venjulega þegar við fáum á okkur mark snemma, höfum við ekki svona sýnt góðan karakter geng svona sterku liði. Rifum okkur í gang. Héldum áfram að spila okkar bolta. Þannig ég er ótrúlegt stolt af – frábær frammistaða gegn einu besta landsliði í heimi,“ sagði Sara Björk um mark Frakklands sem kom innan við mínútu eftir að flautað var til leiks.

„Sýnir að við getum spilað fótbolta. Þurfum ekki alltaf að fara í þessa löng bolta, óvenjulega mikið af þeim á mótinu.“

Sara Björk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.Vísir/Vilhelm

„Varnarlega og sóknarlega gegn svona sterku liði var þetta einn okkar besti landsleikur. Frábært skipulag á öllu. Yfir höfuð var þetta ótrúlega svekkjandi þar sem leikurinn var frábær og stuðningurinn einnig. Frábært að sjá stúkuna í bláu, syngjandi allan tímann. Maður er stoltur en einnig svekktur.“

„Er bara stolt af öllum í hópnum. Geggjaður hópur. Eigum eftir að fara og gera en betur, fara enn lengra,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir að endingu.

Klippa: Landsliðsfyrirliðinn eftir leik

Tengdar fréttir

Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“

Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×