Fótbolti

Varað við ofsahita á EM

Atli Arason skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er sú eina sem er vön að spila í miklum hita samkvæmt Dagnýju Brynjarsdóttur.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er sú eina sem er vön að spila í miklum hita samkvæmt Dagnýju Brynjarsdóttur. Vísir/Vilhelm

Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita.

Er þetta í fyrsta skipti sem neyðarástand er lýst yfir vegna hitabylgju á Englandi en hitinn gæti náð allt að 40°C næstu tvo daga.

Rauðar og gulvar hitaviðvaranir á Bretlandseyjum.BBC

„Lífshættulegt og daglegar rútínur verða að breytast. Hraðatakmarkanir verða á lestarteinum, skólar munu loka fyrr og einhverjar spítala heimsóknir aflýstar,“ segir í frétt BBC um hitabylgjuna.

Hitinn verður mestur á svæði sem nær alla leið frá London og norður til Manchester og York.

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna sem ætla að mæta á leiki á EM. Sambandið hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn.

Ísland leikur mikilvægan leik gegn Frakklandi á morgun en Ísland fer áfram í 8-liða úrslit mótsins með sigri. Leikið er á New York vellinum í Rotherham sem er innan þess svæðis sem rauð viðvörun veðurstofu Bretlands er.

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður landsliðsins, sagði við Fréttablaðið að stelpurnar þurfa að vera klókar og liggja lengi í grasinu til að fá auka vatnspásu til að kæla sig.

„Það tekur líkamann tíma að venjast þessu. Við erum ekki vanar þessu, fyrir utan Gunnhildi,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×