Fótbolti

Stelpurnar fengu frí til að hitta fjölskyldur sínar í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir á blaðamannafundinum í dag.
Dagný Brynjarsdóttir á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Þjálfarateymi Íslands á EM í Englandi bauð sínum stelpum upp á nauðsynlegan dag í gær þar sem þær náðu dýrmætum tíma með sínu besta fólki.

Íslensku stelpurnar hafa fengið góðan tíma í endurheimt eftir jafnteflið á móti Belgíu á sunnudaginn og þá bæði til að fylla á líkamlega og andlega tankinn. Það er ekki nóg að skrokkurinn sé ferskur heldur þarf að huga að hjarta og huga líka.

Leikmenn íslenska liðsins nefnilega því langþráð frí í gær til að eyða með fjölskyldum sínum og fengu þær því að fara af íslenska hótelinu.

Það eru margir komnir til Manchester til að styðja við bakið á þær og þetta því dýrmætur tími til að hitta sitt uppáhaldsfólk.

„Við hittum fjölskyldurnar okkar í gær sem er ógeðslega mikilvægt því við þurfum að jafna okkur líkamlega en ekki síst andlega líka. Við fórum út tveimur vikum fyrir fyrsta leik og erum búin að vera lengi í burtu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

„Það var gott að aðeins hitta fjölskyldur okkar þótt að það hafi ekki verið neitt ótrúlega lengi. Nokkrir klukkutímar eru betri en enginn,“ sagði Dagný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×