Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Atli Arason skrifar 13. júlí 2022 18:00 Fridolina Rolfö skoraði eitt og lagði upp annað. EPA-EFE/TIM KEETON Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus en fyrsta mark leiksins skoraði Fridolina Rolfo þegar Kosovare Asllani sendi hana í gegn með frábærri stungusendingu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Rolfo sem spyrnti boltanum þéttingsfast í nærhornið. Tveimur mínútum síðar jafna Svisslendingar leikinn. Var þar á ferðinni Ramona Bachmann sem skrúfaði boltann frábærlega í fjærhornið eftir að Hedvi Lindahl, markvörður Svía, sló fyrirgjöf Crnogorcevic af hægri væng beint í lappir Bachmann. Svíar skoruðu svo sigurmark leiksins á 79. mínútu eftir laglegan samleik Johanna Kaneryd og Rolfo inn í vítateig Sviss. Boltinn berst út til Hanna Bennison sem á skot úr D-boganum og þrumar knettinum í fjærhornið í marki Sviss. Hin 19 ára Bennison kom inn á sem varamaður einungis tíu mínútum áður en þetta var fyrsta landsliðsmark hennar fyrir Svíþjóð. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð en Rebecka Blomqvist setti boltann tvívegis í mark Sviss en bæði mörk voru dæmd af vegna rangstöðu og lokatölur voru því 2-1 fyrir Svíþjóð. Svíar fara því á topp C-riðls, að minnsta kosti tímabundið. Þær sænsku eru með fjögur stig eftir tvo leiki en seinna í kvöld er svo leikur Hollands og Portúgal í sama riðli. Sigurliðið í þeim leik gæti farið upp fyrir Svía. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus en fyrsta mark leiksins skoraði Fridolina Rolfo þegar Kosovare Asllani sendi hana í gegn með frábærri stungusendingu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Rolfo sem spyrnti boltanum þéttingsfast í nærhornið. Tveimur mínútum síðar jafna Svisslendingar leikinn. Var þar á ferðinni Ramona Bachmann sem skrúfaði boltann frábærlega í fjærhornið eftir að Hedvi Lindahl, markvörður Svía, sló fyrirgjöf Crnogorcevic af hægri væng beint í lappir Bachmann. Svíar skoruðu svo sigurmark leiksins á 79. mínútu eftir laglegan samleik Johanna Kaneryd og Rolfo inn í vítateig Sviss. Boltinn berst út til Hanna Bennison sem á skot úr D-boganum og þrumar knettinum í fjærhornið í marki Sviss. Hin 19 ára Bennison kom inn á sem varamaður einungis tíu mínútum áður en þetta var fyrsta landsliðsmark hennar fyrir Svíþjóð. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð en Rebecka Blomqvist setti boltann tvívegis í mark Sviss en bæði mörk voru dæmd af vegna rangstöðu og lokatölur voru því 2-1 fyrir Svíþjóð. Svíar fara því á topp C-riðls, að minnsta kosti tímabundið. Þær sænsku eru með fjögur stig eftir tvo leiki en seinna í kvöld er svo leikur Hollands og Portúgal í sama riðli. Sigurliðið í þeim leik gæti farið upp fyrir Svía.