Fótbolti

Þunga­vigtin: Guð­mundur Þórarins­son mun spila í Evrópu­keppni á næstu leik­tíð

Þungavigtin skrifar
Guðmundur í leik með Álaborg.
Guðmundur í leik með Álaborg. Vefsíða Álaborgar

Guðmundur Þórarinsson mun á næstunni gangast undir læknisskoðun hjá liði sem leikur í einni af bestu tíu deildum Evrópu, kom þetta fram í nýjasta hlaðvarpi Þungavigtarinnar.

Þar kom einnig fram að liðið sem Guðmundur væri við það að semja við væri í Evrópukeppni á komandi leiktíð. Ekki kemur fram um hvaða lið er að ræða en tíu bestu deildir Evrópu samkvæmt UEFA eru efstu deildir í eftirfarandi löndum: 

  1. England
  2. Spánn
  3. Ítalía
  4. Þýskaland
  5. Frakkland
  6. Portúgal
  7. Holland
  8. Austurríki
  9. Skotland
  10. Rússland

Hinn þrítugi Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli sem hófst á Selfossi. Hann lék einnig með ÍBV áður en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2013 er hann samdi við Sarpsborg 08 í Noregi. Hann fór þaðan til Nordsjælland í Danmörku áður en hann samdi við norska stórliðið Rosenborg. 

Hann lék svo með IFK Norrköping við góðan orðstír áður en hann fór til New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og varð þar meistari árið 2021. 

Fyrr á þessu ári samdi hann við Álaborg í Danmörku en stoppaði stutt og var samningslaus í sumar. Nú virðist sem Guðmundur sé búinn að finna sér nýtt lið og ætti það að koma í ljós hvað á hverju.

Guðmundur á að baki 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd sem og fjölda yngri landsleikja.

 Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.

Klippa: Þungavigtin: Guðmundur Þórarinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×