Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 17:06 Mynd tekin úr TF-ABB klukkan 11:48. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Flugvélin tók á loft frá Reykjarvíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar síðastliðinn með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Farið var að grennslast eftir flugvélinni rétt fyrir klukkan eitt eftir að vélin var komin fram yfir áætlaðan lendingartíma í Reykjavík. Sjö sekúndur í lítilli hæð Á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni heyrist þegar afl minnkar á hreyfli og flugvélin lækkar í kjölfarið flugið að vatnsyfirborðinu. Einnig má sjá á myndskeiðunum að ís hafi verið að myndast í Ölfusvatnsvík. Ísinn virðist hafa verið mjög þunnur og með stórar vakir á milli. Öryggismyndavél við Þingvallavatn sýnir flugvélina lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygir flugvélin til vinstri (til vesturs) og lækkar í kjölfarið flugið enn frekar að vatninu. Þá segir í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í því. Úr bráðabirgðaskýrslu Samgöngunefndar. Öryggismyndavélar frá Þingvallavatni sýna flugvélaina lækka flugið hratt í átt að vatninu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Neyðarlínunni barst símtal Þá segir í skýrslunni að engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Neyðarlínunni hafi þó borist nokkurra sekúndna símtal frá klukkan 11:51 en rakning á símtalinu leiddi í ljós að það barst úr síma eins farþegans. Ekki voru nein greinileg samskipti í símtalinu en í því hafi mátt heyra í einhverjum í neyð. Kafbátur var notaður til að skanna botn Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Um klukkan 22:10 þann 4. febrúar fannst vélin á 47 metra dýpi í víkinni. Klippa: Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Neyðarsendir virkur en ekkert merki barst Í myndskeiðum sem tekin voru af vélinni í kjölfarið fékkst staðfest að hún var mannlaus en fjögur lík fundust á botni Þingvallavatsn um 130 metrum suður af flugvélinni. Litlar skemmdir voru á vélinni sem frestað var að ná upp á yfirborð vegna mikillar ísmyndunar og frosts. Flugvélin var loks sótt af botni Þingvallavatns þann 22. apríl. Frá umfangsmikilli leit að flugvél TF-ABB í febrúar.Vísir/Vilhelm Raftæki voru fjarlægð úr vélinni og reyndist unnt að lesa gögn sem voru á minniskortum þeirra. Þar kom í ljós að neyðarsendir vélarinnar hafi verið virkur og farþegar í aftursætum hafi líklega ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað. Rannsókn málsins er ekki lokið og er skýrslan er einungis gefin út til bráðbirgða. Áframhaldandi rannsókn málsins mun meðal annars fela í sér að greina af hverju engin merki hafi borist frá neyðarsendi vélarinnar.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira