Hlín eftir þrennuna í miðnætursólinni: „Frábær tilfinning í alla staði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 09:30 Hlín fagnar einu af mörkum sínum á leiktíðinni. Hún hefur nú skorað 8 mörk í 14 leikjum. Piteå Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå er liðið lagði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í miðnætursólinni í Svíþjóð í gærkvöld. Hlín skoraði öll þrjú mörk Piteå í 3-0 sigri. Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira