Félag dæmt í lífstíðarbann fyrir að skora 41 sjálfsmark í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 15:00 Mögulega var það bolti líkt og þessi sem var sendur 41 sinni í eigið net. Getty Images Alls hafa fjögur knattspyrnufélög í 4. deildinni í Suður-Afríku verið dæmd í lífstíðarbann frá íþróttinni eftir að upp komst um svindl er tvö þeirra reyndu að sigra deildina og komast þar með upp í 3. deild. Í einum leiknum var 41 sjálfsmark skorað. Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins. Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins.
Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira