Fótbolti

„Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“

Andri Már Eggertsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður Íslands, í jafntefli gegn Albaníu
Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður Íslands, í jafntefli gegn Albaníu Vísir/Diego

Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA

„Mér fannst fyrri hálfleikur skref til baka en seinni hálfleikur var skref fram. Sem lið hefðum við átt að gera betur í fyrri hálfleik en ég var ánægður með hvernig við löguðum það í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson aðspurður hvort þetta hafi verið skref til baka frá síðasta jafntefli. 

Rúnar Alex var ekki sáttur með fyrri hálfleik og hefði hann viljað sjá meiri pressu frá liðsfélögum sínum.

„Ég veit ekki hvort við vorum smeykir eða bara hræddir við að taka af skarið og pressa hátt á vellinum.“

Klippa: Rúnar Alex eftir Albaníu

Albanía komst yfir í fyrri hálfleik og fannst Rúnari hann ekki átt að halda boltanum þar sem grasið var blautt.

„Þetta var skot af stuttu færi. Ég er ekki viss hvort boltinn hefði farið lengra í burtu hefði ég varið með fótunum. Ég vildi aldrei reyna halda þessum blauta bolta á blautu grasi. Ég ætlaði að reyna slá boltann í burtu og svo var það bara happa og glappa hvar frákastið myndi enda.“

„Það er ekki minn stíll að reyna að standa og sparka boltanum í burtu en þetta er allt ef og hefði,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson að lokum.


Tengdar fréttir

„Þetta er leikur sem við eigum að vinna“

Arnór Sigurðsson var öflugur í liði Íslands er það gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Arnór segir Ísland eiga að gera kröfu á sigur í svona leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×