Fótbolti

Þrír úr Bestu deildinni byrjuðu er Fær­eyingar stein­lágu í Tyrk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hallur Hansson, leikmaður KR og fyrirliði Færeyja, í leik kvöldsins.
Hallur Hansson, leikmaður KR og fyrirliði Færeyja, í leik kvöldsins. Ali Atmaca/Getty Images

Færeyjar hófu Þjóðadeildina á 4-0 tapi í Tyrklandi. Í byrjunarliði Færeyinga voru þrír leikmenn sem spila í Bestu deild karla hér á landi.

FH-ingurinn Gunnar Nielsen stóð í marki Færeyja, Hallur Hansson - leikmaður KR – var á miðjunni með fyrirliðabandið og þá var Patrik Johannesen einn upp á topp en hann spilar með Keflavík.

Cengiz Ünder skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar átta mínútur voru til hálfleiks, staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Það tók heimamenn aðeins tvær mínútur að tvöfalda forystuna í síðari hálfleik og eina spurningin þá hversu stór sigurinn yrði. Halil Dervişoğlu með markið.

Ünder skoraði annað mark sitt skömmu síðar en það var dæmt af. Það var svo þegar skammt var til leiksloka sem Tyrkir kláruðu leikinn. Serdar Dursun skoraði þriðja markið á 82. mínútu og Merih Demeral fjórða markið þremur mínútum síðar, staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×