Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 18:44 Erna Kristín hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytis. Stjórnarráðið Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna. Skipun Páls í embættið var mjög umdeild á sínum tíma en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní 2020 að Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið gegn jafnréttislögum með skipan hans. Páll var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember 2019 en hann hafði lengi verið virkur í Framsóknarflokknum og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi metið svo að Páll væri af þeim hæfastur. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll meðal þeirra. Auk Páls voru tvær konur og einn karl í hópnum. Fram kemur í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á vef stjórnarráðsins að Páll muni í Genf meðal annars vinna við að efla alþjóðlegt samstarf íslenskra stjórnvalda hvað varðar velferð og réttindi barna en einnig á sviði alþjóðavinnumála og alþjóðaheilbrigðismála. Hann muni á þeim sviðum meðal annars vinna að eflingu tengsla við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Erna Kristín er með með bakkalár- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur samkvæmt tilkynningunni mikla reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu og hefur haldið utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnvalda. Hún hefur gengt embætti skrifstofustjóra síðan 2019, fyrst á skrifstofu barna- og fjölskyldumála hjá félagsmálaráðuneytinu og nú síðast á skrifstofu barnamála í mennta- og barnamálaráðuneytingu. Áður var Erna verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu 2018 til 2019 þar sem hún leiddi vinnu um endurskoðun á málefnum barna. Þar áður var hún framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga árin 2016 til 2018 og lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, frá 2009 til 2016. Auk þess hefur hún sinnt ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum og meðal annars setið í stjórn og verið stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Vistaskipti Tengdar fréttir Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48 Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skipun Páls í embættið var mjög umdeild á sínum tíma en kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní 2020 að Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið gegn jafnréttislögum með skipan hans. Páll var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember 2019 en hann hafði lengi verið virkur í Framsóknarflokknum og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi metið svo að Páll væri af þeim hæfastur. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll meðal þeirra. Auk Páls voru tvær konur og einn karl í hópnum. Fram kemur í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á vef stjórnarráðsins að Páll muni í Genf meðal annars vinna við að efla alþjóðlegt samstarf íslenskra stjórnvalda hvað varðar velferð og réttindi barna en einnig á sviði alþjóðavinnumála og alþjóðaheilbrigðismála. Hann muni á þeim sviðum meðal annars vinna að eflingu tengsla við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Erna Kristín er með með bakkalár- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur samkvæmt tilkynningunni mikla reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu og hefur haldið utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnvalda. Hún hefur gengt embætti skrifstofustjóra síðan 2019, fyrst á skrifstofu barna- og fjölskyldumála hjá félagsmálaráðuneytinu og nú síðast á skrifstofu barnamála í mennta- og barnamálaráðuneytingu. Áður var Erna verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu 2018 til 2019 þar sem hún leiddi vinnu um endurskoðun á málefnum barna. Þar áður var hún framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga árin 2016 til 2018 og lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, frá 2009 til 2016. Auk þess hefur hún sinnt ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum og meðal annars setið í stjórn og verið stjórnarformaður UNICEF á Íslandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Vistaskipti Tengdar fréttir Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48 Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. 25. júní 2020 13:48
Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. 24. júní 2020 20:28
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07