Stöðvaði PSG í fyrra en stóð nú vaktina er AC Milan vann eftir meira en áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 17:01 Mike Maignan var magnaður í vetur. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Þegar Gianluigi Donnarumma – landsliðsmarkvörður Ítalíu – ákvað að yfirgefa AC Milan og halda til Parísar voru góð ráð dýr en Donnarumma hafði varið mark AC Milan frá því hann var aðeins táningur. Inn kom Mike Maignan, mögulega bestu kaup AC Milan síðari ára. AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti