Fótbolti

Hörður Björg­vin kvaddi með víkinga­klappi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin eftir leik.
Hörður Björgvin eftir leik. Instagram@pfc_cska

Hörður Björgvin Magnússon spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir CSKA Moskvu. Kvaddi hann aðdáendur liðsins með víkingaklappinu fræga.

Hörður Björgvin hóf leik á bekknum er CSKA mætti Rostov í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í Rússlandi. Heimamenn í CSKA fóru mikinn í leiknum og voru komnir 4-0 yfir þegar Herði Björgvini var skipt inn á undir lok leiks.

Hálfgerð heiðursskipting þar sem um síðasta leik Harðar Björgvins var að ræða. Leiknum lauk með 4-0 sigri heimamanna og eftir leik kvaddi íslenski varnamaðurinn stuðningsfólk félagsins með víkingaklappinu.

CSKA Moskva endar tímabilið í 5. sæti, sex stigum á eftir Sochi í 2. sæti en 15 stigum á eftir Zenit St. Pétursborg í 1. sæti.

Óvíst er hvert Hörður Björgvin heldur en þessi 29 ára varnarmaður hefur spilað sem atvinnumaður á Ítalíu og Englandi til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×