Mun skoða hvort æskilegt sé að virkja í friðlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. maí 2022 11:57 Guðlaugur Þór segir ljóst að ekki sé í boði að skilja nokkurn landshluta eftir þegar kemur að orkuskiptum. vísir/arnar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra útilokar ekki að hann muni breyta friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði til að hægt verði að virkja þar. Hugmyndin er eitur í beinum sumra þingmanna Vinstri grænna. Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór. Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór.
Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent