Fótbolti

Moyes biðst afsökunar á að hafa sparkað bolta í boltastrák

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Moyes var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum gegn Frankfurt.
David Moyes var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum gegn Frankfurt. getty/Rob Newell

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, hefur beðist afsökunar á að hafa sparkað bolta í átt að boltastrák í leiknum gegn Frankfurt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Moyes fékk rautt spjald þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum fyrir að sparka bolta í átt að boltastrák.

„Ég verð að biðjast afsökunar á að hafa sparkað boltanum,“ sagði Moyes eftir leikinn. „Boltastrákurinn lagði boltann vel upp fyrir mig. Ég biðst afsökunar. Ég hitti hann ekki. Ég held ég hafi snúið hann framhjá honum.“

Moyes var ekki eini West Ham-maðurinn sem var rekinn af velli í leiknum í Frankfurt í gær. Aaron Cresswell fékk rautt spjald á 19. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Rafael Borre eina mark leiksins. Frankfurt vann einvígið, 3-1 samanlagt.

Frankfurt mætir Rangers í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Sevilla 18. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×