Erlent

Telja árás á vopna­verk­smiðju við Kænu­garð hefnd fyrir Moskvu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Loftárásir voru gerðar víða um Úkraínu í nótt.
Loftárásir voru gerðar víða um Úkraínu í nótt. AP Photo/Felipe Dana

Bæði Rússar og Úkrínumenn telja að loftárás sem gerð var á vopnaverksmiðju í útjaðri Kænugarðar í nótt hafi verið liður í hefndaraðgerðum vegna aðgerðar Úkrínumanna sem sökkti flaggskipi Rússa, Moskvu.

Verksmiðjan er sögð hafa framleitt eldflaugar sem notaðar voru af úkraínska hernum til að sökkva Moskvu, svokallaðar Neptune-eldflaugar.

Beitiskipið Moskva sökk í Svartahafi í vikunni. Þrátt fyrir að Rússar segi að eldur hafi kviknað um borð í skipinu  segjast Úkraínumenn hafa hæft skipið með eldflaugum og það hafi sokkið í kjölfarið. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir þessa sögu.

Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn.

Björgunarlið er við verksmiðjuna til þess að koma starfsmönnum sem voru mögulega í versksmiðjunni í morgun til bjargar.

„Það voru fimm högg,“ sagði Andrei Sizov, sem starfrækir trésmiðju í grennd við verksmiðjuna sem var sprengd af Rússum.

„Starfsmaður minn var á skrifstofunni og hann kastaðist á gólfið við sprenginguna. Þeir eru að láta okkur kenna á því fyrir að eyðileggja Moskvu.“

Nokkurt hlé hafði verið á loftárásum í grennd við Kænugarð en eftir að Moskvu var sökkt voruðu rússnesk yfirvöld við því að að gerðar yrði loftárásir á Kænugarð vegna "hryðjuverka og skemmdaverka" úkraínskra yfirvalda.


Tengdar fréttir

Rússneska flaggskipið Moskva sokkið

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×