39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2022 12:46 Þegar þessi mynd var tekin var búið að fjarlægja líkin sem áður lágu eins og hráviði innan um farangur og barnakerrur. AP Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas. Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Meðal látnu voru að minnsta kosti tvö börn. Þúsundir hafa hafst við á lestarstöðinni síðustu daga, enda hafa yfirvöld í Donetsk og Luhansk hvatt íbúa, sérstaklega börn, konur og aldraða, að koma sér burtu áður en sókn Rússa í austurhluta Úkraínu hefst af fullum þunga. Því var vitað að mikill fjöldi væri á stöðinni. Rifist er um það hvaðan eldflaugin kom en á henni hefur verið ritað „Fyrir börnin“ á rússnesku.AP/Andriy Andriyenko Ráðamenn í Úkraínu segja árásina hafa verið framda af Rússum en rússnesk stjórnvöld að um sé að ræða enn eina „ögrunina“ af hálfu Úkraínumanna, það er að segja tilraun til að láta stjórnvöld í Rússlandi líta illa út. Bent hefur verið á að áður en fjöldi látinna lá fyrir höfðu Rússar greint frá því að hafa gert árásir á lestarstöðvar á svæðinu og þá höfðu stuðningsmenn þeirra fagnað árásunum ákaft. Þetta var hins vegar síðar dregið til baka. Á samfélagsmiðlum greinir menn á um hvaðan eldflaugin sem banaði fólkinu kom; í fyrstu var því haldið fram að um væri að ræða Iskander-flaug Rússa en nú virðast flestir sammála um að eldflaugin sé af gerðinni Tochka-U, sem bæði Úkraínumenn og Rússar hafa átt. Dmytri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, hélt því fram í morgun að aðeins Úkraínumenn notuðu Tochka-flaugarnar í dag. Fylgjast má með þróun mála í Vaktinni á Vísi, sem finna má hér fyrir neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira