„Mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var sáttur með fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi er liðin mættust í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu leikinn 5-0. „Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
„Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15
„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30