Óttast að umfjöllun hræði verðandi foreldra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 11:54 Sigurður Guðjónsson, þvagfæraskurðlæknir. Samsett Skurðlæknir segir óvægna umræðu í kjölfar Kveiksþáttar um konu sem örkumlaðist við fæðingu skaðlega og geti fælt konur frá því að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Honum sárnar útreiðin sem heilbrigðisstarfsfólk hafi þurft að þola. Verkferlar verði að ráða för í kerfinu, ekki duttlungar einstaklinga. Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56