Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 11:22 Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri. Egill Aðalsteinsson Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Heimaey en það voru einmitt fimm Eyjaskip sem lönduðu síðustu loðnu þessarar vertíðar í Eyjum á sunnudag. Í yfirliti um fimm stærstu loðnuhafnir landsins á vertíðinni í vetur kemur fram að Vestmannaeyjar eru hæstar, tóku við 115 þúsund tonnum eða 22 prósentum aflans, en síðan komu fjórar Austfjarðahafnir; Neskaupstaður, Vopnafjörður, Seyðisfjörður og Eskifjörður. Fimm stærstu loðnuverstöðvar landsins á nýafstaðinni vertíð.Grafík/Ragnar Visage Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, var spurður hvað stæði upp úr á vertíðinni í ár: „Þetta var ofboðslega erfið vertíð til sjávarins vegna bara mikilla stórviðra.“ -En samt, einhver sú verðmætasta í sögunni. „Já, ég hugsa að hún sé ein sú verðmætasta, ein af þeim sem skipti mestu máli. Hún náttúrlega kemur í kjölfar tveggja „ekki vertíða“ ef ég má segja sem svo, það voru tvær vertíðar í röð. Og svo var lítil vertíð í fyrra." Séð yfir Vestmannaeyjahöfn í gær. Öll sjö loðnuskip Eyjamanna voru í höfn.Egill Aðalsteinsson „Og svo kemur þessi stóra vertíð núna, sem var auðvitað vel þegin. En við hefðum gjarnan viljað ná öllum kvótanum. Ég held að allt sem við í mannlegu valdi réðum við, það gerðum við vel. Og auðvitað þökkum við það okkar sjómönnum og starfsfólki fyrir það. Fyrir frábær störf,“ segir Binni. Samkvæmt tölum Fiskistofu veiddu íslensku skipin 521 þúsund tonn. Endanlegur kvóti þeirra var hins vegar 686 þúsund tonn. Því eru óveidd 165 þúsund tonn. Alls voru 22 skip gerð út til loðnuveiða á vertíðinni í ár. Á lista yfir fimm aflahæstu skipin kemur fram að Börkur NK trónir á toppnum, veiddi nærri 38 þúsund tonn, en síðan koma Vilhelm Þorsteinsson, Beitir, Venus og Heimaey VE. Fimm aflahæstu skipin á vertíðinni. Síldarvinnslan í Neskaupstað gerir út Börk og Beiti, sem eru í fyrsta og þriðja sæti. Samherji gerir úr Vilhelm Þorsteinsson, Brim gerir úr Venus og Ísfélag Vestmannaeyja gerir út Heimaey.Grafík/Ragnar Visage Sjö loðnuskip, eða nærri þriðjungur loðnuflotans, eru gerð út frá Eyjum og þau eru öll núna í höfn. Magnús Jónasson, skipstjóri á Ísleifi, segir einnig að illviðrin hafi staðið upp úr. „Þetta var bara afleitt veðurfar, sem leiddi eitt af öðru. Gangan kom kannski öðruvísi upp að landinu og loðnan, hún tekur mark á því hvernig veðrið er. En við erum sáttir miðað við hvernig spilaðist úr veðrinu.“ Magnús Jónasson, skipstjóri á Ísleifi VE.Egill Aðalsteinsson -En þið urðuð dálítið varir við hvali, heyri ég. „Jú, það er búið að vera óhemju mikið af hval. Ég byrjaði á þessum veiðiskap 1979. Þá var hrópað niður í borðsal: Hvalur! Hann sást kannski einu sinni í viku. En nú er bara blástur við blástur. Þannig að þetta er harður keppinautur,“ segir skipstjórinn á Ísleifi VE. Mönnum reiknast til að loðnuvertíðin í ár skili þjóðarbúinu alls um 55 milljarða króna útflutningstekjum. 22 prósenta hlutur Vestmannaeyja þýðir þá tólf milljarða króna, sem er ekkert smáræði fyrir svona samfélag á þriggja mánaða vertíð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Veður Efnahagsmál Fjarðabyggð Vopnafjörður Múlaþing Tengdar fréttir Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Heimaey en það voru einmitt fimm Eyjaskip sem lönduðu síðustu loðnu þessarar vertíðar í Eyjum á sunnudag. Í yfirliti um fimm stærstu loðnuhafnir landsins á vertíðinni í vetur kemur fram að Vestmannaeyjar eru hæstar, tóku við 115 þúsund tonnum eða 22 prósentum aflans, en síðan komu fjórar Austfjarðahafnir; Neskaupstaður, Vopnafjörður, Seyðisfjörður og Eskifjörður. Fimm stærstu loðnuverstöðvar landsins á nýafstaðinni vertíð.Grafík/Ragnar Visage Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, var spurður hvað stæði upp úr á vertíðinni í ár: „Þetta var ofboðslega erfið vertíð til sjávarins vegna bara mikilla stórviðra.“ -En samt, einhver sú verðmætasta í sögunni. „Já, ég hugsa að hún sé ein sú verðmætasta, ein af þeim sem skipti mestu máli. Hún náttúrlega kemur í kjölfar tveggja „ekki vertíða“ ef ég má segja sem svo, það voru tvær vertíðar í röð. Og svo var lítil vertíð í fyrra." Séð yfir Vestmannaeyjahöfn í gær. Öll sjö loðnuskip Eyjamanna voru í höfn.Egill Aðalsteinsson „Og svo kemur þessi stóra vertíð núna, sem var auðvitað vel þegin. En við hefðum gjarnan viljað ná öllum kvótanum. Ég held að allt sem við í mannlegu valdi réðum við, það gerðum við vel. Og auðvitað þökkum við það okkar sjómönnum og starfsfólki fyrir það. Fyrir frábær störf,“ segir Binni. Samkvæmt tölum Fiskistofu veiddu íslensku skipin 521 þúsund tonn. Endanlegur kvóti þeirra var hins vegar 686 þúsund tonn. Því eru óveidd 165 þúsund tonn. Alls voru 22 skip gerð út til loðnuveiða á vertíðinni í ár. Á lista yfir fimm aflahæstu skipin kemur fram að Börkur NK trónir á toppnum, veiddi nærri 38 þúsund tonn, en síðan koma Vilhelm Þorsteinsson, Beitir, Venus og Heimaey VE. Fimm aflahæstu skipin á vertíðinni. Síldarvinnslan í Neskaupstað gerir út Börk og Beiti, sem eru í fyrsta og þriðja sæti. Samherji gerir úr Vilhelm Þorsteinsson, Brim gerir úr Venus og Ísfélag Vestmannaeyja gerir út Heimaey.Grafík/Ragnar Visage Sjö loðnuskip, eða nærri þriðjungur loðnuflotans, eru gerð út frá Eyjum og þau eru öll núna í höfn. Magnús Jónasson, skipstjóri á Ísleifi, segir einnig að illviðrin hafi staðið upp úr. „Þetta var bara afleitt veðurfar, sem leiddi eitt af öðru. Gangan kom kannski öðruvísi upp að landinu og loðnan, hún tekur mark á því hvernig veðrið er. En við erum sáttir miðað við hvernig spilaðist úr veðrinu.“ Magnús Jónasson, skipstjóri á Ísleifi VE.Egill Aðalsteinsson -En þið urðuð dálítið varir við hvali, heyri ég. „Jú, það er búið að vera óhemju mikið af hval. Ég byrjaði á þessum veiðiskap 1979. Þá var hrópað niður í borðsal: Hvalur! Hann sást kannski einu sinni í viku. En nú er bara blástur við blástur. Þannig að þetta er harður keppinautur,“ segir skipstjórinn á Ísleifi VE. Mönnum reiknast til að loðnuvertíðin í ár skili þjóðarbúinu alls um 55 milljarða króna útflutningstekjum. 22 prósenta hlutur Vestmannaeyja þýðir þá tólf milljarða króna, sem er ekkert smáræði fyrir svona samfélag á þriggja mánaða vertíð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Veður Efnahagsmál Fjarðabyggð Vopnafjörður Múlaþing Tengdar fréttir Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21