Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 14:30 Stefán Teitur Þórðarson er í góðu sambandi við frænda sinn og hrósar hinum tvítuga Oliver Stefánssyni hvernig hann hefur tekist á við allt þetta mótlæti. Samsett/Vísir/Getty Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fleiri fréttir Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira
Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fleiri fréttir Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Sjá meira