Fótbolti

Missir af stór­leiknum vegna inn­vortis blæðinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Butland þakkar stuðningsmönnum Rangers fyrir eftir leik liðsins fyrr í vetur. Hann hafði heppnina ekki með sér í siðasta leik.
Jack Butland þakkar stuðningsmönnum Rangers fyrir eftir leik liðsins fyrr í vetur. Hann hafði heppnina ekki með sér í siðasta leik. Getty/Jonathan Moscrop

Jack Butland, markvörður skoska liðsins Rangers, verður ekki með liði sínu í kvöld í nágrannaslagnum á móti Celtic.

Butland glímir við innvortis blæðingu í fæti eftir síðasta leik liðsins í skosku úrvalsdeildinni.

Hans verður því sárt saknað í stórleik skoska boltans eða Old Firm leiknum eins og hann er kallaður.

Hinn 31 árs gamli Butland spilaði á móti Motherwell á sunnudaginn var en sá leikur endaði með 2-2 jafntefli. Hann meiddist í leiknum og í ljós kom að meiðslin voru alvarleg.

Butland lagðist inn á sjúkrahús vegna meiðslanna en hefur nú gengið í gegnum meðferð og er nú kominn aftur heim til sín. Hann er hins vegar ekki leikfær.

Rangers verður einnig án fyrirliða síns, James Tavernier, í leiknum.

Rangers þarf nauðsynlega að vinna leikinn til að eiga möguleika að ná meisturum Celtic. Celtic er fjórtán stigum á undan þeim eftir tvo 4-0 sigra í röð á móti Motherwell og St Johnstone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×