Innlent

Hyggja á hval­veiðar í sumar

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Hvalveiðiskipið Hvalur 9 er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskipið Hvalur 9 er nú í slipp í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp.

Kristján segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stefnt sé að því að skjóta langreyði og segir hann markaðshorfur fyrir hvalaafurðir góðar. 

Hann býst við að veiðarnar hefjist í júní og standi fram í september og að um 150 manns starfi á hvalskipunum, í hvalstöðinni í Hvalfirði og í vinnslu Hvals sem er í Hafnarfirði.

Frá hvalverkun í Hvalfirði árið 2018.Vísir/Vilhelm

Kristján segir að deilur fyrirtækisins við Matvælastofnun vegna hvalstöðvarinnar í Hvalfirði hafi verið helsta ástæða þess að ekki hafi verið haldið til hvalveiða síðan 2018.

Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fyrr á árinu að það væri fátt sem rökstyðji hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og lét ráðherrann að því liggja að hvalveiðar yrðu óheimilar frá árinu 2024.

Í aðsendri grein sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið hafi bent til að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær.


Tengdar fréttir

Er­­­lendir miðlar fjalla um mögu­­legt hval­veiði­bann Ís­lands

Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×