Ungt fólk streymir frá Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 15:44 Ungt fólk hefur verið handtekið í þúsundatali fyrir mótmæli í Rússlandi síðan innrásin hófst. EPA/ANATOLY MALTSEV Ungt fólk streymir frá Rússlandi í tuga þúsunda tali. Stór hluti þessa hóps er menntaður og hefur unnið í tæknigeira Rússlands. Mörg þeirra hafa farið til Armeníu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútíns hefur hert tökin nokkuð í Rússlandi. Mótmæli eru bönnuð og frjálsum fjölmiðlum hefur verið lokað í massavís. Þá hefur aðgangur að internetinu verið takmarkaður. Hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni og eru þingmenn sagðir vinna að því að gera það ólöglegt að gagnrýna opinberar stofnanir. Ungir menn óttast líka að vera þvingaðir í herinn og látnir taka þátt í stríðinu í Úkraínu. Þá hafa refsiaðgerðir komið niður á þessu fólki því mörg þeirra störfuðu fyrir vestræn fyrirtæki í fjarvinnu. Eftir innrásina var þeim sagt upp. Í grein New York Times segir að fyrir innrás Rússa í um þrjú til fjögur þúsund Rússar hafi verið skráðir starfandi í Armeníu. Nú eru þeir um tuttugu þúsund og embættismenn segja þúsundir til viðbótar hafa farið í gegnum landið. Margir hafa einnig farið til og í gegnum Georgíu og Tyrkland. Tugir þúsunda eru sagðir leita leiða til að hefja nýtt líf annars staðar en í Rússlandi. Óttast móttökurnar Nokkrir viðmælendur blaðamanna NYT segja að munurinn milli kynslóða í Rússlandi hafi valdið erfiðleikum. Foreldrar þeirra og ömmur og afar hafi horft á ríkissjónvarpsstöðvar Rússlands og trúað því sem þeim væri sagt þar. Það leiddi til rifrilda og leiðinda. Þau óttast líka viðmótið sem þau munu fá annars staðar og hvort Rússar séu hataðir um heiminn allan. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Armenía Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Ríkisstjórn Vladimírs Pútíns hefur hert tökin nokkuð í Rússlandi. Mótmæli eru bönnuð og frjálsum fjölmiðlum hefur verið lokað í massavís. Þá hefur aðgangur að internetinu verið takmarkaður. Hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni og eru þingmenn sagðir vinna að því að gera það ólöglegt að gagnrýna opinberar stofnanir. Ungir menn óttast líka að vera þvingaðir í herinn og látnir taka þátt í stríðinu í Úkraínu. Þá hafa refsiaðgerðir komið niður á þessu fólki því mörg þeirra störfuðu fyrir vestræn fyrirtæki í fjarvinnu. Eftir innrásina var þeim sagt upp. Í grein New York Times segir að fyrir innrás Rússa í um þrjú til fjögur þúsund Rússar hafi verið skráðir starfandi í Armeníu. Nú eru þeir um tuttugu þúsund og embættismenn segja þúsundir til viðbótar hafa farið í gegnum landið. Margir hafa einnig farið til og í gegnum Georgíu og Tyrkland. Tugir þúsunda eru sagðir leita leiða til að hefja nýtt líf annars staðar en í Rússlandi. Óttast móttökurnar Nokkrir viðmælendur blaðamanna NYT segja að munurinn milli kynslóða í Rússlandi hafi valdið erfiðleikum. Foreldrar þeirra og ömmur og afar hafi horft á ríkissjónvarpsstöðvar Rússlands og trúað því sem þeim væri sagt þar. Það leiddi til rifrilda og leiðinda. Þau óttast líka viðmótið sem þau munu fá annars staðar og hvort Rússar séu hataðir um heiminn allan.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Armenía Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira