Fótbolti

Fyrirliðinn vildi ekki vera valinn í rússneska landsliðið vegna stríðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir rússneska landsliðið en Artem Dzyuba.
Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir rússneska landsliðið en Artem Dzyuba. getty/Gonzalo Arroyo

Artem Dzyuba, fyrirliði rússneska landsliðsins, hafnaði því að vera valinn í landsliðshópinn vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Valeri Karpin, landsliðsþjálfari Rússlands, greindi frá þessu á blaðamannafundi. Hann sagðist hafa rætt við Dzyuba í síma og hann hafi beðist undan því að vera valinn í landsliðið vegna stöðunnar í Úkraínu þar sem margt skyldfólk hans býr.

Dzyuba hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tjá sig ekki um og fordæma ekki innrás Rússa í Úkraínu, meðal annars af Oleksandr Zinchenko, leikmanni Manchester City, og Everton-manninum Vitaly Mykolenko.

Dzyuba sagðist vera tregur til að tjá sig um stríðið í Úkraínu, hann skammaðist sín ekki fyrir að vera Rússi og skildi ekki af hverju ástandið bitnaði á rússnesku íþróttafólki.

Hinn 33 ára Dzyuba leikur með Zenit í St. Pétursborg, liðinu sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti styður.

Dzyuba hefur leikið 55 landsleiki og skorað þrjátíu mörk. Framherjinn stóri og stæðilegi er markahæstur í sögu rússenska landsliðsins ásamt Aleksandr Kerzhakov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×