Erlent

Rússar hafi ráðist á al­menna borgara á flótta

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Yfir 2.000 manns hafa yfirgefið Kænugarð í dag.
Yfir 2.000 manns hafa yfirgefið Kænugarð í dag. Getty/Furlong

Úkraínska leyniþjónustan segir að Rússar hafi skotið á bílalest fulla af konum og börnum, sem voru á leið frá noðvesturhluta Kyiv í gær. Rússnesk yfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um ásakanirnar.

Talið er að sjö konur og börn séu látin eftir árás Rússa á bílalest þeirra nálægt þorpinu Peremoha. Þeir sem lifðu árásina af eiga að hafa verið neyddir til að snúa við.

Reuters hefur ekki fengið staðfest frá óháðum aðila að árásin hafi átt sér stað og Rússar neita að tjá sig um málið. Miðillinn Kyiv Independent greindi frá árásinni á Twitter síðu sinni fyrr í dag.

Rússar hafa áður neitað því að skotmörk þeirra séu almennir borgarar. Þá hafa þeir einnig sagst leyfa fólki að yfirgefa borgir en Úkraínumenn segja að Rússar hafi margoft brotið gegn áður samþykktum vopnahléum. Þessi árás sé einn eitt dæmið um það, enda flóttaleiðin fyrir fram ákveðin fyrir almenna borgara.

Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×