Rússar verði háðir Kínverjum eftir nýjustu efnahagsþvinganir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 20:30 Finnur Magnússon aðjúnkt í alþjóðarétti. vísir/adelina Evrópusambandið ætlar að meina Rússum aðgang að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem myndi gera þá algerlega háða Kínverjum eða Indverjum þegar efnahagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunaraðgerða gegn Rússlandi í gær. Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur. Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur.
Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira