Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. mars 2022 21:46 Pétur Már er ekki af baki dottinn. Vísir/Hulda Margrét Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira