Tónlist

„Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.
Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Aðsend

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson er búsettur í Austurríki og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína víðs vegar, þó sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki sem og hér heima. Hann gaf út sitt fyrsta lag átján ára gamall og á að baki sér marga smelli og tvær plötur. Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist.

Hver ert þú með eigin orðum?

Fyrst og fremst myndi ég segja tónlistarmaður sem hef mjög gaman af vinnunni og elskar að semja tónlist.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist?

Ætli það sé ekki bara tónlistin sjálf og að flestir sem maður vinnur með eiga sameiginlegan áhuga á tónlistinni.

Hvernig hefur þú sem tónlistarmaður þróast frá því þú komst fyrst fram?

Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum, ég gaf út fyrstu smáskífuna Leya þegar ég var 18 ára og núna er maður orðin 25, flestir breytast á þeim árum!

Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem nýliði ársins?

Æðisleg! Ég fef aldrei verið tilnefndur fyrir eitthvað á Íslandi þannig að það er gaman að geta sýnt fjölskyldu og vinum á Íslandi svona hluti.


Tengdar fréttir

Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni

Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Öðlaðist loksins kjark til að láta tónlistardrauminn rætast

Karen Ósk skaust fram á sjónarsvið síðastliðið haust þegar hún sendi frá sér lagið Haustið með engum öðrum en Friðriki Dór. Þessi tvítuga söngkona er rétt að byrja en hún er tilnefnd til verðlauna á Hlustendaverðlaununum í ár sem Nýliði Ársins.

„Ég er mad partý dýr“

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.